Zonta á Íslandi

Zonta á Íslandi

Fréttir

Heimsþingið í Nice 2. til 6. júlí 2016

NiceText_BeachMimosas-final_outlined CS5-01


Tíminn styttist óðum í heimsþing Zonta 2.-6. júlí n.k. í Nice í Frakklandi, skráningargjald á þingið hækkar eftir 3 vikur og flugferðir eru einnig að hækka eða seljast upp.

Skráningargjaldið á þingið er 315 evrur (fyrir 5 daga fund) fram til 27. febrúar en eftir það hækkar gjaldið í 380 evrur til 23. maí en eftir það verður skráningargjald 450 evrur.

Ýmsar leiðir eru til þess að komast til Nice t.d. flýgur WOW air beint til Nice á fimmtudögum og sunnudögum auk þess sem þeir fljúga til Parísar, Lyon og Genfar og Flugleiðir og erlend félög fljúga einnig á ýmsa staði í Evrópu.

Hér er hægt að skrá sig og frekari upplýsingar um heimsþingið


Akureyrarklúbbarnir með sameiginlegan fund

Fremstar á mynd eru Ingibjörg Elíasdóttir varaumdæmisstjóri og Kristín Aðalsteinsdóttir úr Þórunni hyrnu
Í október síðastliðnum, héldu Zontaklúbbur Akureyrar og Þórunn hyrna, sameiginlegan fund. Guðrún Halla Gunnarsdóttir svæðisstjóri kom norður á fundinn og Ingibjörg Elíasdóttir varaumdæmisstjóri sagði frá nýlegum fundi í umdæminu sem haldinn var. Það var bleikt þema á sameiginlega fundinum og voru veitt verðlaun fyrir útfærslur í klæðaburði.

Umdæmisþingið í Billund 2015Umdæmisþing í 13. umdæmi, verður haldið í Danmörku, dagana 17. - 20. september 2015 áLegoland hótelinu í Billund.

Ráðstefnan verður sett klukkan 9:30, föstudagsmorguninn 18. september með yfirskriftinni:
The World Women Want

Veröldin sem konur þrá? Leiðin að því markmiði og hversu langt er í það?

Hvatt er til skráningar fyrir 15.júní 2015 hér

Það fjölgaði í Zontaklúbbi Akureyrar


Í framhaldi af vel heppnuðum kynningarfundi í vetrarbyrjun gengu níu nýir félagar í Zontaklúbb Akureyrar, sjö í janúar og tveir í mars. Í klúbbnum eru nú 42 félagar en voru 33 í byrjun starfsársins.


Lesa meira

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning